Fátækt Landhelgisgæslunnar

Það er sorglegt að Landhelgisgæslan þurfi að leigja TF-Sif til útlanda.  Á sama tíma er aðeins ein þyrla gæslunnar starfhæf.  Hvar ætli skip gæslunnar séu staðsett?  Eru þau í höfnum einhversstaðar eða hvað? 

 Ég held að efla þurfi landhelgisgæsluna, og lögregluna.  Það má ekki skera meira niður í þessum tveimur ríkisfyrirtækjum.

Þegar ég var að skrifa þetta var gömul Doglas dc-3 að koma inn til lendingar í Reykjavík, flugvélin var í aðflugi fyrir utan stofugluggann minn.  Yfirleitt koma ekki svona háværar flugvélar inn til lendingar svona seint....


mbl.is Gæsluvél send á Mexíkóflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er kreppa og öllum peningunum var stolið á hverju eigum við von?

Sigurður Haraldsson, 3.7.2010 kl. 01:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sitjandi stjórn sér ekki eftir milljörðunum sem fara í aðildarviðræðurnar og núna er verið að semja um IceSlave í bakherbergjum hér í Reykjavík.  Við sauðsvartur almúginn þurfum ekki að vita um hvað verið er að semja.  Það væri nær að efla varnir okkar og efla lögregluna, þar er hagsmunum okkar betur þjónað. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2010 kl. 02:02

3 identicon

Eitt varðskip er í það minnsta við strendur Senegal...

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 02:24

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þannig að aðeins eitt varðskip er á Íslandsmiðum eða í höfn?  Það er búið að leggaja þór, Ægir og Týr eru einu skipin ef ég man rétt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2010 kl. 02:26

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eða leggja Þór. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2010 kl. 02:27

6 identicon

Rétt er það

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 02:27

7 Smámynd: Hjálmar Jónsson

Jona... med virdingu fyrir Odni verd eg ad leidretta her... Skipinu sem lagt hefur verid, heitir Odinn, en aftur a moti heitir nyji oføgnudurinn Thor...

Hjálmar Jónsson, 3.7.2010 kl. 11:40

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get sagt þér að ég er ekki beint öskureið, en það er þung undiralda í mínum huga út í Þessa svokölluðu "Norrænu Velferðarstjórn".  Ég vil hana burt og ég vil ekki þurfa að horfa framan í smettið á þeim Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími, ekki heldur smettið á Árna Páli, Össuri, heilbrigðisfyrirbærinu eða menntamálafríkinu, svo ég tali nú ekki um svikarann Gylfa Magnússon.  Þetta fólk hefur algjörlega fyrirgert rétti sínum til forystu í íslendku samfélgai, ásamt restinni af forystumönnum hins fjórflokksins.  Við verðum hreinlega að standa upp og segja hingað og ekki lengra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2010 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband