Mótmælin halda áfram!

Loksins er fólk að vakna eftir langan svefn, ég veit ekki ennþá hvort ég komist á boðuð mótmæli í fyrramálið klukkan 9.30 en ég mun reyna að mæta við Seðlabankann klukkan 12.00.

  Oft var þörf nú er nauðsyn að sýna samstöðu, gegn fjármagnseigendunum.  Óréttlætið sem við þjóðin höfum upplifað síðan hrunið varð er með ólíkindum. 

 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af því að erlendir vogunarsjóðir tapi fé, hvað eru vogunarsjóðir annað en veðmálafyrirtæki.  Orðið vogunarsjóður segir okkur mikið um fyrirtækin sem eiga íslensku bankana í dag.

Hvernig væri að íslenska ríkisstjórnin fari að veðja á okkur skattgreiðendur sem borgum launin þeirra?  Ekki verður kerfinu viðhaldið ef við verðum öll sett á hausinn, í boði þessarrar vinstri helferðarstjórnar. 

 


mbl.is Áfram mótmælt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mikið rétt hjá þér Ragna er í Auschwitz að skoða útrýmingarbúðir nasista! Við upplifum okkur í gettói!

Þess vegna er það ekki tilviljun að þú nefnir vinstri helferðarstjórn!

Sigurður Haraldsson, 6.7.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vogun vinnur, vogun tapar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2010 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband