15.7.2010 | 01:49
Sjaldgæf sjón hérna á Nesinu
Ég var á leiðinni í verslun seinni partinn þegar ég sá mannfjölda hérna á Nesinu, nánar tiltekið við smábátahöfnina í Bakkavör.
Ég keyri þessa leið á hverjum degi, aldrei áður hef ég séð svona margt fólk samankomið þarna. Fólkið var flest með veiðistangir, ég vona bara að jafn vel hafi veiðst hérna og í Ólafsvík.
Ef ég hefði átt veiðistöng hefði ég fundið hana til og haldið til veiða sjálf, en ég skildi veiðistangirnar mínar tvær og veiðikassann eftir í sveitinni minni fyrir yfir 20 árum síðan.
Þorskur mokveiddur við bryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þráinn Jökull Elísson, 15.7.2010 kl. 04:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.