Ég var áhyggjufull

Þegar ég byrjaði að lesa þessa frétt, árás tölvuþrjóta á fréttavef dv.is.  Þegar upptalningar á vírusvarnarforritum og nauðsyn þess að skanna tölvurnar voru búnar. 

Þá las ég lengra, í fréttinni voru taldar upp ýmsar útgáfur af Windows, skyndilega var mér létt.  Síðasta málsgreinin sagði að tölvur með Windows 7 væru ekki í hættu, tók ég gleði mína aftur.  Mín tölva er með Windows 7 og örugglega ekki með vírusinn. 

Þá fór ég að spá, hvaða munur er á Windows 7 og öðrum Windows forritum?  Er Windows 7 nýtt frá grunni eða hvað er það sem aðskilur Windows  7 frá hinum? 

 


mbl.is Árásin á DV gerð frá Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Windows 7 kjarninn, (kernel) sem er grunn styrikerfið, var endurskrifað að ég held, frá grunni fyrir win 7 og þess má geta að hann er miklu minni hraðari og öruggari en sá gamli sem var síðast notaður í Vista, t.d er hann ekki nema 50 mb af kóða á meðan gamli kjarninn um 250 mb ef ég man rétt.

Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 09:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Takk fyrir greinargóða útskýringu.  Þetta Windows 7 finnst mér alveg frábært, það hefur allavega ekki klikkað hjá mér ennþá :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.9.2010 kl. 14:18

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

DV hefur verið að nota auglýsingakerfi sem kallast OpenX. Fyrir einhverju síðan kom upp um galla í kerfinu sem gerði kleift að óprúttnir aðilar gætu laumað inn allskonar kóðum sem notendur myndi svo sækja. Miðað við það sem ég las um þetta þá er talið að hakkarar breyttu slóðum á auglýsingum til að senda notendur áfram á óvarin svæði.

Til að bregðast við þessum vanda kom uppfærsla um leið frá framleiðendanum og notendur hvattir til að uppfæra. Google byrjaði svo að merkja við þær síður sem voru með þessa útgáfu af kerfinu og lokuðu aðgang að þeim tímabundið. Þess vegna kom svona valmynd ef farið var á dv.is t.d.

Ég nota sama kerfið undir nokkra vefi og voru þeir allir lokaðir af google. Þetta kennir samt umsjónarmönnum vefsíðna að fylgjast betur með og uppfæra sem fyrst kerfin sín :)

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 3.9.2010 kl. 19:52

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þeir sem notuðu Internet Explorer eða Safari gætu hinsvegar hafa fengið smit. (Þótt það sé mjög ólíklegt). 

Það á aldrei að nota Internet Explorer frá Microsoft, hann er bara hreinlega hættulegur.

Teitur Haraldsson, 4.9.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband