Steingrímur taktu Rússann þér til fyrirmyndar

Steingrímur það er komið að þér að hvetja landann til meiri drykkju og reykinga.  Ég er að vinna í bransanum og vantar mig fleiri drykkjumenn á barinn, ég læt mig reykingarnar engu varða vegna þess að ég hætti að reykja fyrir tæpum 15 mánuðum síðan.

  (Ég hætti að reykja þegar Steingrímur hækkaði tóbaksgjaldið fyrst)  Það er það eina sem ég get þakkað Steingrími fyrir, hann hjálpaði mér að hætta að reykja.

En það er orðið slæmt að fólk hafi ekki efni á því að fara í bæinn og fá sér einn eða tvo bjóra á barnum.  Samdrátturinn er orðinn 50% eða jafnvel meiri. 


mbl.is Rússar hvattir til að reykja og drekka meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það má segja að allflestar atvinnugreinar þjóðfélagsins þyrftu á e.k. aðstoð að halda.  Af hverju ekki líkar barirnir? Þessi stjórn hefur sett á svo miklar álögur á rekstur að það þarf mikla dirfsku til þess að demba sér út í rekstur fyrirtækis.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 4.9.2010 kl. 17:16

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nú skil ég hví ég sé þig ekki bregða lengur fyrir er ég geng upp eða niður Laugaveginn....

Þú ert þá hætt að fara út að fá þér smók!!!!!

Gott hjá þér og til hamingju með það.  Ég hætti þessum ósóma fyrir ca. 15 árum.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 5.9.2010 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband