Nei takk

Ég er á móti ESB og þessi rýnifundur er bara til þess að sýna hversu landbúnaðarmál á Íslandi eru í góðum málum. 

Í ESB er ætlast til þess að samþjöppun verði í landbúnaði, bú verði stækkuð og gerð sjálfvirk..  Bændur sem lifa af í ESB eru stórir, litlu bændurnir eru keyptir út.  Búin þeirra eru lögð niður. 

Sjálfvirknin og verksmiðjubúskapurinn fá allskonar styrki, en bændur sem eru með lítil bú ekkert... 


mbl.is Fyrsti rýnifundur um landbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl! Ég hef heyrt að í Frakklandi noti þeir skolp í framleiðslunni,hér eigum við gnægð af vatni. Auk þess  tryggjum við fæðuöryggi okkar. Svo gamla slagörðið,sem er aldrei of oft kveðið, Ekkert ESB. ekkert Icesave burt með Ags. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2010 kl. 02:00

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Regluverk hækka grunn fastakostnað og hindra nýliðun. Lánafyrirgreiðslur til hagræðingar  lækka rekstrarkostnað og auka vaxta kostnað. Brussel miðar svo hráefnisverðinn í fullvinnslu samkeppnina miðað við nýja kostnaðargrunninn. 

Gyðingar voru látnir grafa grafirnar sínar sjálfir.

Júlíus Björnsson, 30.11.2010 kl. 06:59

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið, auðvitað eigum við ekki einu sinni að hugsa okkur að ganga inn í ESB hvað þá meira!

En því miður verð ég að sega ykkur staðreynd sem blasir við landbúnaðinum hjá okkur í dag sú staðreynd er að nýliðun er nær engin og skuldsetning ásamt samþjöppun er gríðarleg þetta tvennt er að ganga að landbúnaðinum dauðum nú þegar þetta er staðreynd því miður, þannig að ganga inn í ESB með landbúnaðinn svo laskaðan er dauðadómur yfir honum.

Sigurður Haraldsson, 30.11.2010 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband