Löngu tímabært

Mér finnst að íslensk stjórnvöld hefðu átt að finna uppá þessu sjálf, en ekki þurfa að svara Eftirlitsstofnun EFTA vegna fyrirkomulags útvarpsþjónustu í almannaþágu í samkeppni við frjálsa fjölmiðla.

Það hlaut alltaf að vera ólöglegt að setja nefskatt á fjölmiðil, sem er á fullu í samkeppni við aðra fjölmiðla.

Ég skil ekki ennþá hvers vegna þessi nefskattur var lagður á, svo er RÚV á fullu að undirbjóða auglýsingar og gerir allskonar samninga sem frjálsu fjölmiðlarnir geta ekki gert....

 


mbl.is Vilja lengri frest vegna RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki bara það heldur máttu ekki eiga sjónvarpstæki ef þú villt ekki borga RÚV skattinn.  Ef það er ekki skerðing á persónufrelsi þá veit ég ekki hvað.  En það var Þorgerður Katrín sem við getum þakkað nefskattinn.   Það var auðvitað meðan Rúv var í þjónsustu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, nú er ruv í þjónustu þessarar ríkisstjórnar, svoleiðis er það bara, taka við skipunum frá ráðandi öflum og keyra á áróðurinn eins og þeim sé borgar fyrir........ hvernig læt ég auðvitað er þeim borgað fyrir, með nefskatti til dæmis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband