18.4.2011 | 00:28
Til hamingju Finnland, Onneksi olkoon Suomi!!
Þessi kosningarúrslit eru frábær, einmitt það sem ég hef hlerað hjá Finnum sem ég þekki.
Ég hef ferðast til Finnlands á hverju ári í 10 ár til þess að æfa mig í finnskunni minni. Ég er sammála vinum mínum í Finnlandi að það á ekki að styðja það að bjarga Grikkjum, Spánverjum og Portúgölum.
Af hverju ætti saklaus Finni, Dani, eða Þjórverji að borga fyrir þá sem ekki fóru eftir reglunum?
Maður spyr sig
![]() |
Þjóðarbandalagið sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér,ég fagna líka úrslitunum í Finnlandi.
Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2011 kl. 02:10
Þjóðarflokkurinn fær sennilega forsætisráðherran í þetta sinn, en sá er allavega hálfvolgur Evrópusinni. Finnar kalla Jyrki-Boy, sem er uppnefni Jyrki Katainen, sem morgunblaðið segi að þýði undrabarn. Ekki kann ég Finnsku en ég er á því að hér hafi finnar eitthvað annað í huga. T.d. þetta yndislega hallærislega lag, sem heitir Jyrki Boy.
Eftir því sem ég kemst næst þá er Jyrki Grískt nafn og gæti útlagst sem Yrkir á íslensku eða bóndi.
Ef þessi piltur er af Grískum legg, þá er ég ekki hissa á að hann vilji halda áfram að henda peningum í beiláthítina.
Svo get ég verið að miskilja þetta allt saman.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 08:06
Tek undir þessar hamingjuóskir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.