23.9.2011 | 01:40
Hvaða dónaskapur er þetta?
Hvernig dettur ökumanninum það í hug að snarhemla?
Er ekki í lagi heima hjá honum?
Hvers átti ökumaður bifhjólsins að gæta?
Það er skrifað í lög hérna á Íslandi að hafa ávalt gott bil á milli ökutækja, ætli bifhjólamaðurinn/konan hafi virt það?
Ég sjálf þoli ekki ökumenn sem hanga í "rassinum" á bílnum mínum þegar ég er úti að keyra.
Nauðhemlaði fyrir framan bifhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið rétt hjá þér, en það er líka óþolandi ökumenn sem aka hægt á vinstri akrein og kanski samhliða jafn hægari umferð á þeirri hægri.
En þetta atvik er dæmigert fyrir íslensku þjóðina í dag, sem er búin að láta ríkisstjórnina taka sig í RASSGATIÐ án þess að finna fyrir því ! :-)
Jón Svavarsson, 23.9.2011 kl. 09:51
Loksins sé ég einhvern tjá sig um notkun vinstri akreinar. Það er landlægur fjandi að nota vinstri akrein til að dóla á. Hún er-og á að vera til framúraksturs þar sem einungis tvær akreinar eru, þannig að þeir sem velja hana, verða að fara hraðar en svo, að þeir hefti för þeirra sem á eftir koma.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.9.2011 kl. 10:01
Einmitt,um notkun vinstri akreinar í dudd og dólakstri, er búið að finna að í minnsta kosti 25-30, ár öðru hvoru. Gott að sjá þig Jóna Kolbrún.
Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2011 kl. 12:38
Jújú gott og vel! Vinstri akgrein á að vera fyrir framúrakstur. En á eh að vera um framúrakstur ef ökumaður á vinstri akgrein er á löglegum hámarkshraða? Bara spurning:)
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 13:26
Já þá á hann að vera á hægri akrein, því sú vinstri þarf stundum að vera greið fyrir til dæmis lögreglu og sjúkralið í forgangi en þeir eiga einnig oft í vandræðum með vinstri akreina dólara ! :-)
Jón Svavarsson, 23.9.2011 kl. 14:24
Léleg röksemdarfærlsa félagi Jón Svavarsson:) Það fer yfirleitt ekki framhjá fólki þegar lögregla eða sjúkrabíll nálgast.
Ég spyr einfaldlega vegna þess að oft á tíðum er þetta kannski lið sem ekur á 110-120 þar sem hámarkshraði er 90.
Á þetta fólk einhvern skýlausan rétt til að brjóta lögin og skapa öðrum hættu í umferðinni?
Og nota bene ég er ekki að mæla þeim bót sem aka á 70 eða að öllu jöfnu langt undir hámarkshraða. Með réttu ber að sekta þa líka þar sem þeir stofna öðrum í hættu vegna framúraksturs etc.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 16:57
Gott að ekki fór verr, en það er svo auðvitað hárrétt að við verðum að virða fjarlægðarmörk milli farartækja og reikna með einmitt nauðhemlun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.