Hvaða dónaskapur er þetta?

Hvernig dettur ökumanninum það í hug að snarhemla? 

Er ekki í lagi heima hjá honum?

Hvers átti ökumaður bifhjólsins að gæta?

Það er skrifað í lög hérna á Íslandi að hafa ávalt gott bil á milli ökutækja, ætli bifhjólamaðurinn/konan hafi virt það? 

Ég sjálf þoli ekki ökumenn sem hanga í "rassinum" á bílnum mínum þegar ég er úti að keyra. 


mbl.is Nauðhemlaði fyrir framan bifhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Mikið rétt hjá þér, en það er líka óþolandi ökumenn sem aka hægt á vinstri akrein og kanski samhliða jafn hægari umferð á þeirri hægri.

En þetta atvik er dæmigert fyrir íslensku þjóðina í dag, sem er búin að láta ríkisstjórnina taka sig í RASSGATIÐ án þess að finna fyrir því ! :-)

Jón Svavarsson, 23.9.2011 kl. 09:51

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Loksins sé ég einhvern tjá sig um notkun vinstri akreinar. Það er landlægur fjandi að nota vinstri akrein til að dóla á. Hún er-og á að vera til framúraksturs þar sem einungis tvær akreinar eru, þannig að þeir sem velja hana, verða að fara hraðar en svo, að þeir hefti för þeirra sem á eftir koma.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.9.2011 kl. 10:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einmitt,um notkun vinstri akreinar í dudd og dólakstri, er búið að finna að í minnsta kosti 25-30, ár öðru hvoru.   Gott að sjá þig Jóna Kolbrún.

Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2011 kl. 12:38

4 identicon

Jújú gott og vel! Vinstri akgrein á að vera fyrir framúrakstur. En á eh að vera um framúrakstur ef ökumaður á vinstri akgrein er á löglegum hámarkshraða? Bara spurning:)

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 13:26

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Já þá á hann að vera á hægri akrein, því sú vinstri þarf stundum að vera greið fyrir til dæmis lögreglu og sjúkralið í forgangi en þeir eiga einnig oft í vandræðum með vinstri akreina dólara ! :-)

Jón Svavarsson, 23.9.2011 kl. 14:24

6 identicon

Léleg röksemdarfærlsa félagi Jón Svavarsson:) Það fer yfirleitt ekki framhjá fólki þegar lögregla eða sjúkrabíll nálgast.
Ég spyr einfaldlega vegna þess að oft á tíðum er þetta kannski lið sem ekur á 110-120 þar sem hámarkshraði er 90.
Á þetta fólk einhvern skýlausan rétt til að brjóta lögin og skapa öðrum hættu í umferðinni?
Og nota bene ég er ekki að mæla þeim bót sem aka á 70 eða að öllu jöfnu langt undir hámarkshraða. Með réttu ber að sekta þa líka þar sem þeir stofna öðrum í hættu vegna framúraksturs etc.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 16:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að ekki fór verr, en það er svo auðvitað hárrétt að við verðum að virða fjarlægðarmörk milli farartækja og reikna með einmitt nauðhemlun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband