Fyrirboði stærra eldgoss?

Það er vitað að Katla gamla hefur gosið á ca. 50 ára fresti að meðaltali frá landnámi.

Ég var í jarðfræðikúrs í Valhúsaskóla árið 1977, þá talaði kennarinn um að Katla væri komin nokkur ár yfir þessi venjubundnu 50 ár. 

Síðan þá hef ég beðið eftir gosi úr Kötlu, en nei hún hefur ekki gosið.

Nema þetta hafi verið smágos, það hefur ábyggilega ekki losað um spennuna sem hefur verið að hlaðast upp í Kötlu, kvikuhreifingar hafa verið greindar á jarðskjálftamælum.

Svo er þenslan í fjallinu víst orðin mjög mikil, og reglulegir smáskjálftar minna okkur á hættuna sem stafar af eldgosi í Kötlu.

Við megum þakka fyrir hversu gott almannavarnakerfið okkar er orðið, flóttaáætlanir hafa verið æfðar undir jöklinum og viðbragðsáætlanir tilbúnar, þegar hún Katla gýs eins og hún á vanda til.


mbl.is Lítið eldgos í Kötlu í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vona að Katla láti nægja að hrylla sig svolítið,sem er ekki nema von,þegar þjóð hennar nýtir ekki tækifærin til að gera þegna sína ánægða. Jóna Kolbrún.veist þú hvernig ég á að dulkóða færslu. Ætlaði að smella einni langri frásögn,en fékk skilaboð frá blogginu að henni væri hafnað,nema ég dulkóðaði hana. Annars pæli ég í þessu á morgun og segi góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2011 kl. 02:44

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei Helga ég hef aldrei þurft að dulkóða neitt, ég kann það ekki heldur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.9.2011 kl. 02:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl aftur,ég beið með það þar til dagsins á eftir þá gekk það.

Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2011 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband