Krafan hlýtur að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn

Það er löngu tímabært að afnema sérréttindi "sjálftökuliðsins"

Þá er ég að meina t.d þingmenn og aðra sem hafa í skjóli stjórnvalda fengið meiri lífeyrisréttindi en aðrir skattgreiðendur. 

Það hlýtur að vera algjört réttlætismál að allir hafi sama rétt? 

Það er bannað að mismuna fólki samkvæmt lögum.

Af hverju fær sjálftökufólkið að halda því sem það fékk umfram aðra? 

Ég er fylgjandi því að fara Pólsku leiðina, að afnema allt sem þingmenn og aðrir stjórnsýslumenn hafa skammtað sér umfram aðra.


mbl.is Fái aukið svigrúm vegna áfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þeir telja sig vera að vinna störf,sem gefur þeim ekki möguleika að sækja um önnur ef þeir fara af þingi. Það er kanski ekki tengt lýfeyrisréttindum,en þeir geta ákveðið þetta blygðunarlaust,meðan allt er í kaldakoli. Stjórnin er að missa sig af áhyggjum v/esbésins,þess vegna hefur silfurskottan farið út,til að fá ,,upphalingu,, Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2011 kl. 03:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Jóna, það á auðvitað að hafa sama lífeyrissjóð fyrir alla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 11:03

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað ætti það að vera þannig

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:22

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst að tekjumissir vegna veikinda, atvinnumissis og ellistrafsloka  eigi að greiðast úr Almanntryggingum og vera 20% lægri en lágmarksstarfstekjur ári.

Ef lámarksstarftekjur er 2,4 milljónir á ári og launaskattur 20% = 480.000 kr. Heildarlaunatekjur : 2,88  milljónir.

Þá væru lágmarks tryggingarbætur:  1,92 milljón á ári með launum til ríkisins 480.000 kr. alls.  2,4 milljónir.

Persónuafsláttur fellur niður til gera samburð betri milli stétta. 480.000 kr. fara beint inn í Almanna tryggingar til að greiða út aftur strax.

Laun Seðilinn verður . Greiddar tekjur + laun til samfélsins + stéttarfélagsgjald +orlof.

Allar bætur og uppbætur hætta. Lögaðilar sleppa við að greiða atvinnutryggingar og veikinda gjald og lífeyrisjóðsgjöld vegna starfsmanna á móti.  

Í framhaldi  geta svo allir afhent sínar um fram tekjur í reiðfé á eigin ábyrgð í hvað séreignarlífeyrisjóð sem er. Ráðherra með 700 . þús kr. ráðstöfunar fé sparar kannski 200 þús á mánuði á eigin ábyrgð.  Hann fær sömu grunntyggingar : 2,4 milljónir.

Júlíus Björnsson, 10.11.2011 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband