19.12.2011 | 03:04
Loksins!
Ég vona að fleiri ákærur séu á leiðinni.
Vegna tímans sem liðinn er frá glæpunum finnst mér að ekki eigi að refsa þeim sem dæmdir verða fyrir "hrunið" í fangelsi.
Mér persónulega finnst að hæfileg refsing séu mjög háar sektir, jafn háar og bónusar og mútugreiðslur sem þeir þáðu fyrir markaðsmisnotkunina.
Allar greiðslur sem fjárglæframennirnri þáðu umfram eðlileg laun, verði gerðar upptækar..
En ég er víst bjáni, þeir eru ekki með þessa peninga þar sem hægt er að sækja þá.
Eftir uppskriftinni eru þeir ábyggilega í skattaskjólum eða skáðir á aðra en þá sjálfa...
Þvílíkur aumingjaskapur, þessir menn standa ekki fyrir neitt annað en svindl og svínarí....
Eiga ekki einu sinni fötin sem þeir ganga í...
Svo þarf náttúrulega að gera alla málamyndagjörninga þar sem eignir eru fluttar á ættingja og í félög ógilda, þar sem sýnt er fram á óeðlilegar eignatilfærslur...
Ákæran opinber á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það verða einhver ráð með góðri aðstoð ríkisins að aðstoða blessað fólkið að koma auði sínum undan okkur, eða eigum við að segja erlendum vogunarsjóðum? Eiga þeir ekki allt sem hönd á festir í landinu okkar? Gefið persónulega af Steingrími J.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 12:02
Hvað ætli þá langi í jólagjöf?
Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2011 kl. 22:49
Engin spurning meiri peninga mikill vill alltaf meira.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2011 kl. 11:56
En ykkur færi ég mínar innilegustu jólaóskir.
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2011 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.