5.5.2012 | 01:19
Hagnýtar upplýsingar vantar
Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsum spurningum í sambandi við þennan Huang Nubo og ástæðu hans og(kínverska kommúnistaflokksins) fyrir áhuganum á að eignast land á Íslandi og þarna fyrir norðan.
Ef hann fær ( sem er víst) að leigja landið í 40 eða 99 ár eins og hann vill, hvað fylgir með?
Fær hann ótakmarkað dvalarleyfi á Íslandi? Þá vegna þess að hann er með land á leigu.
Fær hann að flytja inn Kínverska vinnumenn á landið sem hann hefur á leigu?
EF EKKI, til hvers þá að sækja svona stíft að fá yfirráð yfir þessu landi í 40 eða 99 ár?
Maður spyr sig
Huang vill samning til 99 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kolbrún mín,með tíð og tíma aukast umsvif hans og um leið hljótast meiri réttindi,honum til handa vegna tímans sem hann hefur verið hér. Að lokum er hann naglfastur eins og hurð í seldri íbúð,sem ekki má fjarlægja. Þessa landssölu menn hefur fósturlandsins Freyja alið við brjóst sér! Sjaldan launar kálfurinn. .....
Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2012 kl. 14:36
Þegar stórt er spurt??? Ég er alfarið á móti þessari gjörð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.