5.12.2007 | 02:32
Ef það væri til námskeið í styrkjakerfi Tryggingarstofnunar!
Ef það væri til námskeið í því hvernig maður getur notið allra þeirra styrkja og bóta sem maður á rétt á og tryggingarstofnun veitir, þá væri ég ein af þeim fyrstu til að sækja þetta námskeið. Sumir virðast fá styrki á báða bóga meðan aðrir fá ekki neitt. Samt er þetta kerfi ætlað til að hjálpa þeim sem minni tekjur hafa og lenda í raunum ýmisskonar. Veikindi, slys og ýmislegt annað. Ég er ekki þannig manneskja að ég fari á opinberan stað til að væla út peninga, ég hef alltaf unnið og fengið mínar tekjur vegna eigin framtaks. Nema í nokkrar vikur fyrir löngu síðan. Ég lenti í því að slasa mig við heimilisstörf fyrir u.þ.b 5 árum, ég var frá vinnu í nokkrar vikur vegna samfalls á hryggjarliðum, það tók því varla að sækja um slysabætur, ég fékk nokkrar krónur á dag, mest vegna þess að ég á mörg börn. Í dag er ég slysatryggingu bæði fyrir mig og börnin mín. Það er ekki hægt að treysta að maður fái bætur hjá tryggingastofnun, þeir finna einhverja undantekningu frá reglunni virðist mér, eða breyta reglum eftir geðþótta. Ein svikin

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.