Ferðataskan góða!

Ég og elsta dóttir mín stofnuðum í dag hlutafélag um ferðatösku.  Við keyptum okkur saman eina tösku sem kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur.  Þessi taska er draumur allra ferðalanga, fislétt og níðsterk taska (Titan) með harða skel, hún fjögurra hjóla tryllitæki með innbyggðum lás.  Það er 5 ára ábyrgð á töskunni.  Ég vona að hún þoli ferðalög okkar mæðgna, dóttirin er á förum til Danmerkur í maí í viku vinnuferð og svo er þriggja vikna Tælandsferð í júní.  Ég fer til Finnlands í júlí, þá er nú gott að hafa meðfærilega tösku.  Woundering  Ein ferðaglöð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl, mig dreymir um titan tösku. Mín gamla Samsonite er svo þung,en aldrei hefur nokuð brotnað i henni.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2008 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband