Skattpíning láglaunamannsins!!!

Hvar er fréttin um skattahækkanirnar á barnafólkið og láglaunafólkið?  Ég er búin að leita á mbl.is og finn það ekki.  Ég fann það ekki heldur á visir.is.  Það er alltaf þannig að þeir sem hafa meira, græða á skattakerfinu og þeir sem minna hafa borga meira.  Er þetta ekki til skammar í þessu þjóðfélagi þar sem mest hamingja finnst og allir “voru” bjartsýnir á framtíðina.  En er það svo í dag?  Er ekki allt á leiðinni til fjandans?  Afborganir af íbúðalánunum hækka, matarverð hækkar, skattar hækka, bensínverð hækkar óheyrilega, vegna skattlagningar, o.s.v.f.  Ég veit að barnavörur eru skattalagðar sérstaklega, vörugjöldin á barnavörur eru eins og lúxustollar.  Það verður bráðum bara á færi hinna  ríka að eignast börn, hinir verða félagsmálapakkar framtíðarinnar, aumingjarnir sem eignast börn.  Ég er orðin frekar svartsýn á framtíð mína og barnanna minna, við erum öreigar framtíðarinnar.  Ég borga af húsnæðislánum, lífeyrissjóðsláni og náttúrulega fasteignagjöld.  Launin mín eru hætt að duga fyrir öllum skuldunum.  Þrátt fyrir nýju kjarasamningana.  Woundering Ein svartsýn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta var nú bæði á mogga og vísi í dag.  En svarð hans Árna Matt breyttist ekkert......jú skattar hafa hækkað vegna hærri launa. Mér finnst alltaf allt hækka. Rek ekki bíl en mér finnst matur óheyrilega dýr. Það er ótrúlegt að fólk hafi samþykkt kjarasamninga sem duga ekki fyrir framfærslu.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég hafði ekki tíma í það að lesa fréttir í dag, fór að leita af þeim þegar ég kom heim úr vinnunni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2008 kl. 02:50

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta voru lélegir samningar og hver sem heldur að þeir hafi verið góðir, hefur ekki lesið þá eða trúir blint á fáránlega stjórnmálamenn, sem reyna að kasta ryki í augu "heimskingjanna".

Gangi þér sem best með allt þitt, Kolla mín

Lilja G. Bolladóttir, 13.3.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband