18 ára í dag!!! Hún á afmæli í dag!!!

Til hamingju með afmælið Aðalheiður Björk,  þriðja yngsta barnið mitt er 18 ára í dag.  Núna á ég bara tvö börn undir 18 ára, sem ég fæ greitt meðlag með. Aðalheiður er dugleg stelpa, hún er búin að vera í vinnu á Grund í tvö ár.  Fyrst í býtibúri í eitt ár svo í umönnun í eitt ár.  Hún er búin að fara á nokkur námskeið sem kenna betri umönnun og ýmislegt annað nytsamlegt. 

 Heiða er hún kölluð, ég kallaði hana þegar hún var lítil Allabúggalú.   Ég hef kallað öll börnin mín svona skrýtnum gælunöfnum.   Hún er á leiðinni til Tælands í sumar með elstu systur sinni, og þremur öðrum konum sem vinna með þeim á Grund.  Ein af þeim er tælensk og ætlar hún að vera þeim innan handar í Tælandi.  Ég ætla að færa Heiðu súkkulaði köku í vinnuna á morgun, og rjóma líka.  Það er siður á Grund að starfsfólk sem á afmæli, komi með köku í vinnuna.  Woundering Ein sem ætlar að gera köku í fyrramálið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Til hamingju með Allabúggalú þína Jóna mín. Fallega gert af þér að færa henni köku í fyrramálið. Vona að hún eigi eftir að hafa það gott í Tælandi og er viss um að hún mun skemmta sér vel með vinkonunum ...

Tiger, 14.3.2008 kl. 04:56

2 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Til hamingju með dótturina Happy Birthday

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 14.3.2008 kl. 07:12

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með dóttur þín elsku Jóna mín,þau stækka alltof hratt þessar elskurknús knús og kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.3.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til lukku

Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Til hamingju með daginn

Guðjón H Finnbogason, 14.3.2008 kl. 14:06

6 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með Dóttir þína hafðu góða helgi mín kæra

Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband