9.4.2008 | 02:27
Varúð eignaréttur gæludýra!!!
Varúð ekki hengja þvottinn ykkar í garði þar sem gæludýr hafa tekið völdin. Þegar ég var á leiðinni með hundinn minn út að pissa eftir hádegislúrinn minn, voru tveir stólar með þvotti til þerris í garðinum mínum, þ.e.a.s. í mínum einkagarði. Það var ekki minn þvottur. Þegar ég kem gangandi fyrir húshornið er hundurinn minn að pissa utan í þvottinn, ég skamma hundinn fyrir pisseríið og er hann er hissa.
Svo þegar ég er að leika við hundinn kemur ein kisan hann Kjói og hristir skottið utan í sömu stóla og sama þvott sem er þar til þerris. Hann þurfti náttúrulega að merkja þvottinn okkur, þetta var jú okkar garður!! Ein kaldhæðin
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.