11.5.2008 | 01:28
Heilsubylting
Ég var ótrúlega dugleg í dag, fyrst var farið í sund og syntir 250 metrar sem er gott svona eftir leti í vetur. Svo skrapp ég í langan göngutúr með örverpinu og hundinum. Örverpinu nægir ekki að ganga bara svo hún tók sippuband með og sippaði næstum allann tímann.
Svo í kvöld var hjólið tekið út úr bílskúrnum, ég og örverpið hjóluðum saman nokkrar ferðir hérna á jafnsléttu í götunni minni. Ég lagði ekki í það að fara langt í þessari fyrstu hjólaferð sumarsins. Ég nenni ekki að hafa harðsperrur á morgun, þá þarf ég að vinna. Ein vel hreyfð
Athugasemdir
sko þig
Hólmdís Hjartardóttir, 11.5.2008 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.