21.5.2008 | 01:28
Missä miehet ratsasta!!
Mér finnst nú finnska lagið frekar flott, ég er búin að hlusta á það nokkrum sinnum á youtube. Ég er meira fyrir rokk, mér finnst þessi venjulegu öll eins Eurovision lög einstaklega leiðinleg. Ég hafði ekki hugmynd um það að forkeppni Eurovision söngvakeppninar væri í kvöld, en einn viðskiptavinur vildi endilega að ég skipti um stöð á sjónvarpinu svo hann gæti hlustað á þetta væmna gaul. Það var sem betur fer búið að spila 8 lög þegar hann bað mig um að fá að hlusta á þetta. Eina lagið sem mér fannst skemmtilegt var þetta hressa finnska lag. Þar sem ég skil finnsku, fannst mér það ennþá betra fyrir vikið. Ein ,sem þykir vænt um Finnland
Noregur og Finnland áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Missä miehet ratsasta, þýðir hvar ríða mennirnir út. Gæti samt verið tvírætt held ég og þýðir þá hvar ríða mennirnir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.5.2008 kl. 01:35
það var rosalega mikill kynþokkabragur á þessum finnum
halkatla, 21.5.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.