Ég er svo þakklát

Hversu vel hefur gengið með einkasoninn minn, hann er búinn að vera veikur í nokkra mánuði og var lagður inn á Barna og unglingageðdeild Landsspítalans þann 28 apríl, í gær þriðjudag fór hann í sinn heimaskóla í fyrsta skipti á þessu ári.  Það gekk mjög vel hjá honum, og mun hann klára þessa síðustu kennsluviku í sínum skóla og taka próf í næstu og þarnæstu viku.  Hann verður útskrifaður af Buglinu þann fimmta júni klukkan 13.00.  Ég hlakka mikið til þess dags, og hann ábyggilega líka.  Ein þakklát Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Gangi ykkur báðum vel í baráttunni, þar sem er líf þar er von.

Margt er það sem hægt er að vera þakklátur fyrir.

Ég er þakklát fyrir að fá að vera til.

Njóttu dagsins.  







Hafdís Lilja Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 07:20

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott að heyra.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.5.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Brynja skordal

mikið er gott að heyra þetta gangi ykkur vel áframm Elskur

Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Linda litla

Frábært að heyra. Vonandi gengur honum vel í prófunum, bestu batakveðjur til ykkar.

Linda litla, 21.5.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Kæra Jóna, ég vissi ekki um þessi veikindi sonar þíns satt að segja. En þú ert nú algjör hetja, búin að átta mig á því. Ég vona innilega að allt gangi sem best hjá þér og syni þínum Jóna mín.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.5.2008 kl. 14:30

6 Smámynd: Tiger

Alltaf yndislegt þegar vel gengur! Vona að það verði áframhald á góðu gengi hjá honum og vonandi gengur honum vel í prófunum. Knús á þig mín ljúfa Jóna og hafðu það gott!

Tiger, 21.5.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband