Friðrik bjargaði okkur

Mér fannst Friðrik standa sig eins hetja og hann söng eins og engill, en ekki fannst mér Regína standa sig jafn vel.  En flott voru þau.  Svo er smá beiðni um hjálp frá ungri fjölskyldu á Hornafirði.

Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar.


mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

þau voru Æðisleg Friðrik er bara frábær söngvar og Regína líka þau eru eins og eitt á sviði enda vön að koma framm saman hlakka svo til að sjá þau aftur á laugardagskv En af hverju fannst þér Regína ekki standa sig vel?

Brynja skordal, 23.5.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst hún eins og bakraddasöngkona fyrir Friðrik

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Brynja skordal

Ha! ekki sammála því Regína söng eins og engill með honum finnst æðislegt þegar þau syngja saman ljómuðu bæði á sviðinu en svona er misjafn smekkur manna

Brynja skordal, 23.5.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband