Sumarbústaður foreldra minna er nálægt upptökum skjálftans

Það var lán í óláni að pabbi minn var í heita pottinum þegar stóri skjálftinn reið yfir.  Helmingur vatnsins í pottinum skvettist upp úr honum.  Inni í bústaðnum var allt á rúi og stúi, þungur skenkur féll um koll og sjónvarpið upp á honum líka.  Innrétting á baðherberginu hrundi niður, og væntanlega er næstum allt leirtau brotið. 
mbl.is Miklar skemmdir á munum í sumarbústöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Já, það er gott að ekki hefur farið verr en gerði, engin stórslys. Sem betur fer. Það hefur í raunninni verið gott að pabbi þinn var í pottinum, þá hrundi ekkert ydir hann nema kannski slatti af vatni. Og þá hefur hann sloppið vel. En hvað með mömmu þina, slapp hún ekki líka frá öllu hnjaski ??

Linda litla, 30.5.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mamma var í bænum í vinnunni sinni á barnum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Linda litla

ok... vinnur mamma þín líka á bar ??

Linda litla, 30.5.2008 kl. 02:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mamma og pabbi eiga barinn þar sem ég er að vinna  Það er fjölskyldubar!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2008 kl. 02:38

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Pabbi þinn var heppinn!

Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 03:51

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bróðir minn býr að Nátthaga í Ölfusi steinsnar frá skjálftamiðju.  Þar gerðist lítið, þar sem flestar hillur voru festar við loft eða veggi.

Marinó G. Njálsson, 30.5.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband