Vonandi voru það bara gömul hús

Vonandi voru það bara gömul hús sem voru lýst óíbúðarhæf, þessi sem byggð voru áður en núverandi byggingareglugerðir voru settar.  Eftir skjálftana árið 2ooo var íbúðarhúsið í sveitinni minni dæmt óíbúðarhæft, vegna sprungna í burðarveggjum.  Til dæmis seig eldhúsgólfið 5-10 sentimetra og rifa myndaðist undir millivegg, og allt húsið var illa sprungið.  Ég hef farið þar inn nokkrum sinnum síðan þá og fyllist ég alltaf óhug, í hvert skipti.  Svo hefur landslagið þar breyst mikið, dældir mynduðust í túnum og nýr hóll spratt upp rétt hjá bænum. 
mbl.is 23 húsum lokað á skjálftasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kreppárahúsin eru mörg léleg og byggð af vanefnum. Man þó að í látunum í kringum Kópaskersskjálftann voru það ný hús sum komu sprungur í td. í kringum glugga....þá var sagt að steypan væri of ný. En járnbundin hús hrynja ekki ofan á okkur þó þau eyðileggist.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.6.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband