3.6.2008 | 01:59
Hvað telst eðlileg skjálftavirkni?
Síðast í gær var sagt af jarðfræðingum að skjálftavirkni væri í rénum, núna virðist allt vera komið á fulla ferð aftur, það er búin að vera mikil skjálftavirkni við Skálafell. Þar hafa nýlega komið nokkrir jarðskjálftar sem eru tæpir 3 á richter, ég er alveg hissa hvað jarðfræðingarnir eru snöggir að segja að öllu sé óhætt, allt er í rénum o.s.v.f það hefur ekki verið mikið að marka þá undanfarna daga.
Eðlileg skjálftavirkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta var undarleg fyrirsögn en skjálftar eru eðlilegir á Íslandi ekki satt?? Þetta ER EKKI BÚIÐ
Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 02:03
Jú eðlilegir innan vissra marka Við búum nú á flekamótum Ég veit að ekki er allt búið ennþá
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2008 kl. 02:05
Nei tilfinningin segir mér líka að þetta sé sko EKKI búið. But who am I to say? En ég tek í það minnsta meira mark á ykkur Hólmdísi en þessum spekúlöntum í fjölmiðlunum.
Hafið það annars gott elskurnar og vonandi skín sólin á ykkur í dag eins og hún gerir hjá mér
Tína, 3.6.2008 kl. 05:43
Þeir geta ekkert sagt að öllu sé óhætt. Þeir hafa eki hugmynd um það, ef að svo væri þá hefðu þeir örugglega geta varað fólk við jarðskjálftanum upphaflega. Ekki tek ég mark á þeim.
Linda litla, 3.6.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.