Kærkomnir gestir komnir úr Fljótunum

Þegar ég kom heim úr vinnunni minni í kvöld, var dóttir mín og nafna, Jóna Salvör komin heim úr sveitinni, með yngsta barnabarnið mitt, Daníel Esekíel.  Mikið var nú gott að sjá þau aftur eftir þriggja mánaða aðskilnað.  Daníel á afmæli þann 28 júni og verður hann þá tveggja ára gamall.  Á laugardaginn verður haldið upp á afmæli hans, vegna þess að á afmælisdaginn hans verða margir í fjölskyldunni erlendis.  Þegar ég kom heim úr vinnunni voru þau komin, og knúsaði Daníel mig og kyssti.  Ég hef talað við hann oft í viku í síma og var hann ekkert feiminn við mig, sem betur fer.  Mér finnst órtúleg breyting á barninu, hann sagði bara nokkur orð síðast, núna samkjaftar hann ekki.  Mamma hans hringir í mig flesta daga og tölum við yfirleitt lengi saman.

  Á morgun verður bakað, og keypt í salötin og kannski ostar, til þess að hafa í veislunni.  Veislan verður haldin heima hjá mínum fyrrverandi eiginmanni.  Þar er minna að taka til heldur en hérna hjá mér, ég er svona allt í “drasli húsmóðir”.  Undanfarið hef ég verið frekar löt “ þreytt” til þess að taka til og þrífa. Shocking  Ein þreytt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna mín færði mér brodd úr sveitinni, hér verða ábrystir á borðum á morgun.  Það er eitt af því besta sem ég fæ, ábrystir með kanilsykri, namm namm

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2008 kl. 03:26

2 Smámynd: Tína

Góðan daginn krútta. Til hamingju með hann Daníel Esekíel, Jóna mín. Æiii það er alltaf svo yndislegt þegar þessar elskur koma til okkar og gefa sér tíma þó ekki sé nema bara fyrir örstutt símtal. Sérstaklega þegar að er gáð hvað þau hafa orðið mikið að gera og þurfa flest að hafa mikið fyrir því að hafa ofan í sig og á. Og alltaf finnst mér það yndisleg upplifun að fylgjast með breytingunum og stöðuga þroska-aukningu sem verður á þessum sykurmolum, sama hversu gömul þau verða. Gangi þér vel að baka og hafðu svo ærlega gaman af afmælisveislunni. 

Kreist og kram frá Selfossi

Tína, 6.6.2008 kl. 06:06

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband