Jibbí allt er tilbúið fyrir afmælisveisluna á morgun.

Núna er allt tilbúið fyrir afmælisveislu yngsta barnabarnsins míns á morgun.  Ég og mamma hans nafna mín erum búnar að vera duglegar í dag.  Veislan verður haldin á heimili fyrrverandi mannsins míns, þar er aðeins meira pláss i stofunni hans, heldur en minni stofu.  Svo er ég ekki búin að gera vorhreingerningu hérna hjá mér.  Við nöfnurnar erum búnar að búa til, tvær rjómatertur, eina skúffuköku, eina Rice krispies köku, fjórar brauðtertur, svo voru  keyptir ostar, vínber og paprika.  Veislan er haldin frekar snemma, þar sem hann Daníel verður ekki tveggja ára fyrr en 28 júní.  En ástæða þess er að mjög margir ættingjar verða í útlöndum þegar hann á afmæli.     Aðfaranótt mánudagsins fara frumburðurinn minn og sú 18 ára til Tælands, þar ætla þær að vera í góðu yfirlæti í rúmar þrjár vikur.  Vitið þið, að það er hægt að sakna fólks áður en það fer?  Ég sver það að ég er byrjuð að sakna þeirra beggja, og þær eru ennþá hérna heima hjá mér.  ShockingÞetta er alveg ótrúlegt.  Shocking Ein sem er andvaka vegna partýs á neðri hæðinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Góðan daginn sólargeisli. Vonandi gastu nú sofið eitthvað í nótt. Annars líst mér svo svakalega vel á þessa köku upptalningu að það liggur við að maður biðji um heimilisfang og hvenær maður eigi að mæta

Miðju barnið mitt hann Kristján (15) er einmitt sjálfur á leið til Spánar næstkomandi þriðjudag og ætlar að fá að vera hjá tvíbökunni minni í viku. Þetta er í fyrsta skipti sem hann ferðast einn fram og til baka og eru ungamömmulætin í mér að gera út af við alla, svo miklar eru áhyggjurnar. Þetta er jú litla barnið mitt. Dóttir mín var síðan að tilkynna mér í gær að hún ætlaði til Frakklands í lok sumars og vera í 3 vikur. Strax farin að hafa áhyggjur af henni þar líka. Þannig að ég held ég skilji nákvæmlega hvað þú ert að tala um Jóna mín (gerir okkur bara að þjáningarsystrum). Við mömmurnar getum verið alveg ótrúlegar sko!.

Kram, kreist og knús inn í daginn Jóna mín

Tína, 7.6.2008 kl. 06:36

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Góða skemmtun í kökuátinu!!

Lilja G. Bolladóttir, 7.6.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Tiger

  Whúhúhú ... til hamingju með barnabarnið! Væri alveg til í smá brauðtertur sko ... grrrr.

Knús á þig Jóna mín og gangi allt vel á morgun.

Tiger, 7.6.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband