Brottför eftir rúma tvo tíma

Klukkan rúmlega fjögur í nótt leggja tvær dætur mínar af stað til Tælands, þær millilenda í Danmörku og svo er flogið þaðan beint til Bankok.  Þær ætla að vera í Tælandi í 22 daga, þær koma heim 2. júli.  Ég á eftir að sakna þeirra alveg hræðilega.  Þær eru báðar sofandi núna, ég er nú alveg hissa að þær hafi sofnað, þær voru svo spenntar þegar ég fór í vinnuna í kvöld.  Þær kláruðu að pakka í gærdag, ég held að þær séu báðar frekar stressaðar vegna þess að allir vara þær við að passa sig svo vel.  Allir sem eru að vara þær við segja að vasaþjófar séu svo margir og útsmognir.  Aldrei hafa öll verðmæti á sama stað, aldrei hafa seðlaveski í vasanum, aldrei láta peningabúnt sjást.  W00t   Það er greinilega aldrei of varlega farið í útlöndum. Ein sem á eftir að sakna barnanna sinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Góðan daginn fallegust. Litla barnið mitt er einmitt að fara til Spánar í dag og mun ferðast einn í fyrsta skipti. Hjartað mitt er núna staðsett í sokkunum mínum, svo kvíðinn er ég yfir þessu og er hann búin að fá sama fyrirlestur (margtugginn) um öryggismál og so videre. En gott mál að stelpurnar þínar gátu sofnað þvi ekki kom mínum dúr á auga í alla nótt. Eins og það er nú samt nauðsynlegt fyrir svona flug. En það er í það minnsta mitt mat.

Gakktu með sól í sálinni í dag Jóna mín

Tína, 9.6.2008 kl. 06:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

anda rólega....og vonum að dæturnar njóti ferðarinnar.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.6.2008 kl. 08:51

3 Smámynd: Linda litla

En þær heppnar, væri sko alveg til í að fara til Thailands. það er örugglega fallegt og framandi land en mikið gamaldags inn á milli. Óska þeim góðrar ferðar... þó að þær séu farnar þá er það aldrei of seint.

Linda litla, 9.6.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Það er víst líf og fjör í Tælandimín frænka kemur heim frá Tælandi 27,Júni hún er búin að vera þar frá því í Febrúar,var að næla sér í köfunar kennslu réttindi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband