12.6.2008 | 01:52
Ámátlegt væl.
Ég heyrði kunnuglegt ámátlegt væl, hérna rétt áðan. Dóttir mín sem er í heimsókn hérna hjá mér hélt að barnið sitt væri að gráta. Ég sagði við hana ekki hafa áhyggjur, þetta er bara Rúsína mín að færa mér gjöf. Dótti mín kom með mér til dyra til þess að sannreyna að ég segði satt.
Alltaf þegar hún kemur með gjöf handa mér, heyri ég hljóð sem líkist barnsgráti og hleyp til dyra. Í kvöld fékk ég svartann sokk, svona sportsokk sem nær upp að hnjám.
Ég tók vel á móti henni og gaf henni gott að borða, sem þakklætisvott fyrir þessa frábæru gjöf. Ein kisukona
Athugasemdir
rúsína dregur björg í bú
Hólmdís Hjartardóttir, 12.6.2008 kl. 01:54
Ég vona að ég fái hinn sokkinn á morgun!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2008 kl. 01:56
Jóna þó - ég myndi láta kisu þefa af peningaseðli á hverjum degi - þannig myndi hún þekkja peningalyktina og svo myndi hún kannski bara fara að koma með seðla heim til að gefa þér! Um að gera að prufa - þá gætir þú orðið "áskrifandi" að peningaseðlum svo lengi sem kisa nennir að bera þá heim ... hahaha.
Æði þessar elsku kisur sko. Þær eru að sýna ást sína með því að færa manni svona gjafir. Vonandi fer hún ekki að bera heim mýs og svoleiðis dóterí ... knús á þig Jóna mín.
Tiger, 12.6.2008 kl. 03:22
Það vona ég líka að þú fáir hinn sokkinn. Spurning annars að setja mynd af þessum í blaðinu og óska eftir því að fá hinn.
Takk fyrir kvittið hjá mér dúllan mín og knús í daginn.
Tína, 12.6.2008 kl. 07:48
Kisur eru yndislegar... Tumi minn kom einu sinni með grillsneið inn um gluggan hjá dóttur minni þegar hún var að passa hann fyrir mig í fyrra sumar og ekki nóg með , heldur var sneiðin heit
Linda litla, 12.6.2008 kl. 14:14
Ég á nú bara venjulegann kött
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 15:34
Sæl Jóna mín. Þar sem þú ert mikil kisukona þá langaði mig að gefa þér slóð á skemmtilega síðu um hvað hreyfingar skottsins á köttunum táknar. Enginn vírus í henni sonur minn fann þetta fyrir mig. Ég á kisu og fór að fylgjast með skottinu hans með síðuna í huga og hugsaðu þér, það var virkilega hægt að lesa úr hreyfingum þess En hér er slóðin.
http://www.xmission.com/~emailbox/tailtalk.htm
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.6.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.