13.6.2008 | 00:43
Glæpaköttur? eða hvað?
Ég kom með fullt af harðfiski heim úr vinnunni í kvöld, kunningi minn sem selur harðfisk kom með 5 pakka handa mér sem ég keypti af honum. Þegar ég kom heim fór Jóna litla inn í eldhús og fékk sér eitt harðfiskflak, svo sneri hún sér við til þess að finna smjörið inni í ísskáp. Þá heyrði ég kallað úr eldhúsinu " Mamma, ég get svarið það að ég setti fiskinn á borðið og hann er horfinn" þá sagði ég kveiktu ljósið. Ég fór fram til þess að athuga málið og kveikti ég ljósið fyrir hana. Á næsta borði við það sem hún skildi harðfiskflakið var litla prinsessan mín hún Rúsína að gæða sér á harðfiskinum. Rúsína hefur nokkrum sinnum stolið harðfiskpökkum og stolið innihaldinu úr þeim. Hinir kettirnir mínir eru ekki svona hrifnir af harðfiskinum.
Ein sem verður að loka harðfiskinn inni í skáp, þegar hann er til.

Athugasemdir
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:09
Þessir kettir eru alveg ótrúlegir, þegar nágrannakona mín kemur í heimsókn, þá kemur hún svo oft með harðfisk handa kisunum mínum. Enda eru þeir með mikla matarást á henni hehehhe
Linda litla, 13.6.2008 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.