Ferðasagan

Ferðasagan, ég kom til Finnlands á mánudegi vinur minn sem býr í Tyrväntö tók á móti mér á flugvellinum í Vanta-Helsinki.  Við fórum svo heim til hans, ég sagði helstu fréttir frá Íslandi og af mér og mínum. 

 Um kvöldið var hituð sauna, svona venjuleg finnsk sauna.  Venjuleg finnsk sauna er hituð með því að brenna við, það er kveikt upp í þeim og þegar réttu hitastigi er náð er farið í gufubaðið.  Ég er svo mikill kettlingur að ég fer inn í gufubaðið þegar hitastigið er u.þ.b 40 gráður, og verð ég að stökkva út þegar það er komið í u.þ.b 65 gráður.  Þá fer ég í sturtu, og þurrka mig.  Þegar ég kem fram, fer vinur minn að taka sig til.  Þá er komið að honum að fara í gufuna, þá er hitastigið komið upp í 80 gráður og situr hann þar lengi, allavega lengur en ég þoldi við þarna í volgu gufunni.  Svo er venjan að fá sér sauna-bjórinn, og svo sauna-pylsuna.  Það er pylsa sem er hituð í gufubaðinu, hún er étin með sinnepi.

  Næstu daga var farið í skoðunarferðir um nágrennið.  Það var stoppað í iitala og þar keypti ég mér fjögur glös, sem eru í línunni Ultima- Thule, svo keypti ég mér Arabica skál með rifjárni í lokinu, og tvo Fiskars hnífa.  Svo skoðuðum við málverkasýningu 20 finnskra listmálara, sem var haldin í næsta húsi við iitala verslunina.  Næsta dag var haldið til Nuurmijärvi <- ég vona að ég hafi skrifað þetta rétt, þar var líka skoðuð málverkasýning.  Dagana þar á eftir var mikið keyrt umhverfis Hämeenlinna, og nágrennið skoðað.  Svo var skroppið í stórmarkaðinn og ég gerði smá innkaup, ég keypti föt á barnabörnin og keypti ég mér Nokia stígvél. 

Helgina mína í Finnlandi skrapp ég til vinkonu minnar, hún býr í útjaðri Seinäjoki.  Ég var þar í þrjá daga og skemmtum við okkur vel, ég færði henni Mýrina og Út og suður, hún er áhugamanneskja að læra íslensku og hafði hún gaman af því að horfa á þessa tvo geisladiska sem ég keypti handa henni, og ekki naut ég þess minna.  Við horfðum á það saman, það var kominn tími á það að ég horfði á Mýrina.  Myndin var skemmtileg og spennandi að mínu mati, vinkona mín var búin að lesa bókina, ekki ég!  Við skruppum í bíltúra um nágrennið hennar, þar á meðal til bæjarins Koskenkorva.  Þar er verksmiðjan sem  framleiðir Koskenkorva vodka.  W00t  Meira seinna ein með fimm frunsur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skemmtilegt...............en 80 gráður...nei takk

Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.8.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Tína

Ég kalla þig nú góða að þola 65 gráður!!!

Kram í daginn þinn bestust

Tína, 6.8.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Brynja skordal

þetta hefur verið gaman hjá þér en vááá hvernig geta finnarnir verið í svona hitastigi í gufunni ég myndi deyja get yfir höfuð ekki farið í gufu finnst ég vera kafna fór fyrir 2 árum og sat inn í mesta lagi mínútu þá var ég búinn þetta er harka

Brynja skordal, 6.8.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég vona að þú hafir notið þín til fulls. Annars er  finnland í hléi hjá mér núna. Einhvern tíma skrifaði ég frásögn af lífi og uppvexti fyrrverandi tengadamömmu og naut þess, hún er líka fín kona og klár. Því miður er allt sem ég skrifaði þennan vetur hjá Nirði P glatað á floppydiskum, ekkert við þvi að gera. Velkomin heim kæra Jóna mín

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 8.8.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband