Könguló, könguló vísaðu mér á berjamó?

Ég, frumburðurinn, sú 18 ára og hundurinn skruppum í berjamó í kvöld.  Stefnan var sett á Krýsuvík, vegna þess að ég mundi eftir ferð í Krýsuvík með mömmu, pabba, ömmu og afa þangað þegar ég var barn.  Þar fundum við ótrúlega mikið af berjum, við týndum eingöngu Krækiber.  Bláberin voru étin á staðnum.  Þegar heim var komið, hrærði ég út skyr og fengum við okkur berjaskyr.  Það var alveg æðislega gott.  Ég hef ekki komið í Krýsuvík síðastliðin 40 ár, það var allt öðruvísi en ég hafði búist við.  Ég sá fyrir mér grösugar hlíðar, en það var aðallega hraun, grjót og sandsteinsklettar.  En við fundum stað, þar sem allt var svart af Krækiberjum, namm, namm.  Ég set inn myndir á eftir af okkur í berjamó og kannski myndir af hverasvæðinu ef þær hafa heppnast.  Svo var komið við í kirkjugarðinum í Fossvogi, þar fór ég að leiði Jónu ömmu og afa Sigga, í gær var dánardægur ömmu minnar og nöfnu, hún dó þann 080880 þannig að í gær voru liðin 28 ár frá dauða hennar W00t   Ein berjablá

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Jónsson

Long time, no see.Fyrsti dagur eftir sumar frí í vínnu. vona að þú hafir það sem best. Funnduð þið eitthvað af berjum ?

Kristinn Jónsson, 9.8.2008 kl. 02:07

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kiddi minn bara lesa bloggið,  " En við fundum stað, þar sem allt var svart af Krækiberjum, namm, namm." 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

MMM ég varð svo svangur að lesa þetta að ég fór í ísskápinn þar sem ég átti bláber (úr búðinni) og skyr og fékk mér ykkur til samlætis

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 02:19

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nýjar myndir, allir skoða

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:23

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hvar finn ég myndirnar? Finn myndir, en bara ekki frá berjaferðinni

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 02:40

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://huxa.blog.is/admin/album/#album_7665  Þarna eiga myndirnar að vera   vonandi virkar þetta.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:49

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hmmm getur verið að þú verðir að fara í stillingar og láta albúmið birtast á síðunni????

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 02:51

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Ég athuga það á morgun, ég er farin að sofa  Góða nótt allir og sofið rótt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 03:03

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Kíki aftur þá

Góða nótt

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 03:06

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

OOh smá fikt og myndirnar eru allar komnar aftur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 03:09

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já frábært.

Girnilegt skyrið, mikið ertu með fallegan hund, minnir mig á tíkina mína sem dó í fyrra eftir tæp 14 ár hjá mér. Sakna hennar oft.

Góða nótt og takk fyrir

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband