Skítur er góður fyrir heilsuna

Ég var að lesa Lifandi vísindi og þar er grein um hreinlæti og skít.  Ég er svona afslöppuð móðir sem hef aldrei soðið snuð.  Svo er alltaf gæludýr á mínu heimili.  Ég þríf sjaldan, en geri það almennilega þegar ég geri það.  Ég stressa mig ekki á ryki, eða óreiðu.   Ég er 6 barna móðir og hafa öll börnin mín verið ótrúlega heilsuhraust.  Ég hef bara einu sinni fengið afsláttarkort frá tryggingarstofnun vegna lækniskostnaðar barns.  Öll börnin mín 6 eru laus við ofnæmissjúkdóma, og fá mjög sjaldan flensur og kvef.  W00t   Ein afslöppuð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á misjöfnu þrífast börnin best.............

Mér líður ekki vel nema hafa allt í röð og reglu.......dætunar sjá um að afrugla heimilið....

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 02:43

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já það er gott að vera ekki að stressa sig um of á hlutunum.

Einar Örn Einarsson, 13.8.2008 kl. 02:58

3 Smámynd: Tiger

Frábært að vera óstressaður Jóna mín - enda er það rétt hjá þér að börnin hafa meira þol og fá síður ofnæmi ef t.d. gæludýr eru heima við og ef smá rykkorn fær að vera í friði af og til.

Ég er alinn upp við hreinlæti en samt ekkert sjúkrahúsæði - bara hreint og normal, smá ryk kálar engum sko ... knús í nóttina þína.

Tiger, 13.8.2008 kl. 03:01

4 Smámynd: Tína

Það er einmitt sagt að öll þessi ofnæmi sem hrjá mannfólkið í dag sem og sýkingar séu vegna aukins hreinlætis og aukinnar notkunar á hreinlætisefnum. Enda nota ég bara tusku og vatn við þrif. Reyni sem minnst að nota þessi efni.

Knús í daginn þinn annars krútta.

Tína, 13.8.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Sigrún Óskars

einmitt - á misjöfnu þrýfast börnin best. Ég var líka með gæludýr og passlega mikið af ryki og mín börn eru mjög heilsuhraust.

Sigrún Óskars, 13.8.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband