9.9.2008 | 01:39
Glæpakona eða fórnarlamb?
Ég lenti í því í gær þegar ég var á leiðinni í búðina að unglingahópur stóð á götunni, í götunni minni. Ég stoppa og unglingarnir fara frá, allir nema einn. Hann stendur kyrr á miðri götunni, ég bíð smá og reyni svo að taka beygju framhjá honum. Hann stendur ennþá með glott á vör og hreyfir sig ekki, þegar ég keyri framhjá honum heyri ég hljóð eins og hann hafi slegið í spegilinn á bílnum mínum. Svo heyri ég öskur, og hann liggur í götunni öskrandi. Ég hugsa þetta er nú meiri brandarakarlinn að hræða svona gamlar konur, og keyri áfram. Svo fer ég stuttu seinna að tala við dóttur mína sem var með mér í bílnum, "þetta var nú meiri dóninn þessi strákur að slá svona í spegilinn og öskra svo svona mikið" þá sagði dóttir mín " ég held að spegilinn hafi farið í skrokkinn á honum" ég fékk algjört sjokk og hugsaði núna bíður lögreglan eftir mér þegar ég kem heim úr búðinni. En þegar ég kom heim, var engin lögregla á tröppunum hjá mér, en ég var samt í sjokki. Gat ekki setið kyrr og fór ég sjálf á lögreglustöðina og gaf skýrslu, hálf klökk yfir ástandinu. Kannski var krakkinn stórslasaður eða bólginn og blár. Á lögreglustöðinni hafði ekki verið kvartað yfir brjálaðri konu sem hafði keyrt á barn, sem betur fer. Ég vona bara að krakkinn hafi verið að sýnast töffari fyrir alla hina krakkana sem voru í hópnum.
Ein stressuð

Athugasemdir
Úpps........það var ekkert í fréttum að brjáluð kona hefði ekið niður ungling..............
Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.