10.9.2008 | 02:00
Skotar hér, skotar þar, skotar eru allstaðar.
Það var gaman að vera í vinnunni minni í kvöld, 90% af viðskiptavinum kvöldsins voru Skotar og flestir þeirra voru í skotapilsum. Ég verð nú að segja það að mér finnast menn í pilsum kynþokkafullir.
Svo voru náttúrulega skoskar konur með í för og voru þær ekki í pilsum. Meirihluti skotanna er í pilsum, allavega þeir sem voru á gangi á Laugaveginum í kvöld. Margir skotanna sögðu við mig sjáumst á morgun, og einn pantaði hjá mér 12 flöskur af ákveðnu hvítvíni sem við seljum ekki á barnum okkar. Þannig að ég þarf að fara í ríkið í fyrramálið og kaupa þessar flöskur. Við áttum ekkert nógu þurrt hvítvín, svo maður verður að standa sig í þjónustunni við viðskiptavinina og fara í verslunarleiðangur á morgun. Þeir ætla að hittast á barnum klukkan 13.00 og þá að vera til þetta ákveðna hvítvín kælt og tilbúið til neyslu. Þessir skotar eru fastakúnnar, þeir héldu til á barnum okkar fyrir 6 árum þegar Ísland og Skotland kepptu síðast í fótbolta hérna á Íslandi.
Ein þreytt
Athugasemdir
Nú kíki ég eftir vinnu á morgun............ef ekki hefur orðið heimsendir. Gaman að skotapilsunum úti um allt
Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 02:17
Hafðu tilbúið eitt skot
Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 02:18
Jebb skotapilsin eru flott
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 08:00
Þeir eru fínir og það er ekkert vesen á þeim eða neitt.
tveir fengu hláturskast hjá mér í gær, var að spjalla við þá í miðbænum og þeir vildu komast á bar þar sem ekki væru Skotar. Ég benti þeim á að það gengi ekki upp, það VÆRU Skotar á öllum börum bæjarins!
Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 08:20
Ég gat allavega ekki betur séð í seinni fréttatímanum en að það væri sko rokna stuð á skotunum.
Have funþ
Tína, 10.9.2008 kl. 09:34
Hvað er þetta með ykkur kynsystur mínar og þessa karla í skotapilsum???
Mér finnst þeir ekki vitund sexý en ég er greinilega ein af fáum um þá skoðun..... kannski bara eitthvað að mér.....
Lilja G. Bolladóttir, 10.9.2008 kl. 12:39
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.9.2008 kl. 19:24
Kannski maður fari að máta pils ha???
Einar Örn Einarsson, 10.9.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.