Fækkun

Ennþá fækkar heimilisfólkinu hjá mér.  18 ára dóttir mín flutti til pabba síns á mánudaginn var.  Núna erum við bara 4 eftir.  Ég sakna hennar mikið, þar sem hún var dugleg að vinna húsverkin, og alltaf hress og kát stelpa.  Núna er allt að komast í sitt venjulega ástand, óreiðuástand er góð lýsing á heimilinu mínu.  Ég er svona afslöppuð húsmóðir sem get alveg horft framhjá drasli.  Ég er ekkert að stressa mig þótt allt sé í rúst.  Ég get klofað yfir sama draslið í marga daga áður en ég nenni að laga til.  En þegar ég laga til, geri ég það almennilega.  Ég hef unnið við hreingerningar og kann ég ágætlega til verka í þeirri deildinni, en ég er ekkert að ofreyna mig í hreingerningunum.  Woundering  Ein afslöppuð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vont að missa húshjálpina............

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hún kom samt í heimsókn í gær og lagaði smá til, og svaf hérna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.9.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Linda litla

Verður hún ekki með annan fótinn hjá þér ??

Linda litla, 19.9.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband