27.9.2008 | 03:02
Of seint fyrir suma
Íbúð dóttur minnar mun verða seld á uppboði þann 8. október, ekki stendur henni til boða endurfjármögnun. Svo verður gjaldþrotið tekið fyrir í náinni framtíð. Ég hef fulla samúð með unga fólkinu okkar sem er að missa eigur sínar í þessu verðbólgubáli. Ég ætla ekki að segja ykkur álit mitt á stjórnmálamönnum okkar í dag, ég yrði kærð fyrir meinyrði. Herða sultarólina, spara, arg, garg. Hræsni, á sama tíma eru ráðherrar Íslands að loka kauphöllum og spila sig mikilmenni á alþjóðavettvangi. ""##$%%%&&&//(((( Skömm, svínarí, stórkarlaleikur. það er alltaf best að taka til í sínum eigin garði áður en maður fer að skipta sér að annarra manna görðum.
Gæti bjargað fjölskyldum frá gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóna,
Þekki lítið hvernig svona mál ganga fyrir sig. En á hún ekki rétt á greiðslustöðvun í ákveðna mánuði til þess að koma hlutunum í lag? Það held ég! Ef þú hefur ekki kannað það. Fáðu þá upplýsingar um það og það strax! Ég skil reiði þína en til er önnur leið.
Svo sannarlega vona ég að þetta fari í góðan farveg.
Kær Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 03:29
Það er víða þröngt í búi hjá smáfuglunum
Hólmdís Hjartardóttir, 27.9.2008 kl. 14:03
Það klikkaða er að það mun kosta miklu meira fyrir þjóðfélagið að hafa heilu fjölskyldurnar heimilislausar.
Þetta er bananaliðveldi
Stríða, 27.9.2008 kl. 19:18
Þetta er alveg hræðilegt að heyra. Vonandi verður samt eitthvað hægt að gera til að bjarga málunum fyrir horn.
Linda litla, 27.9.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.