Rekinn fyrir að vinna vinnuna sína of vel?

Hefur þessi maður ekki verið að vinna vinnuna sína alveg ágætlega undanfarin ár?   Þrátt fyrir fjársvelti og niðurskurð lögreglunnar.  Ég er mest hissa á því að það sé ennþá starfandi lögregla í landinu í dag.  Það er ekki einleikið hvernig farið er með skattpeninga almennings.  Ýmis gæluverkefni alþingismanna, fá óþrjótandi peninga.  En löggæsla og ummönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum.   Svo er það með fjárlögin og sjúkrahúsin, þá er aldrei til peningur, sjúkrahúsin skulda byrgjum hundruð milljóna.  En ríkisstjórnin ákveður að bjóða sig fram í öryggisráðið, og búa til jarðgöng til Héðinsfjarðar og ábyggilega göng til hægri og vinstri fyrir mjög fámennan hóp fólks.  Shocking   Ein sem er hætt að skilja pólitík
mbl.is Djúpt snortinn og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Segðu Jóna.

Hvað er upp og hvað er niður, hvað er satt og hvað er lygi.

Er hættur að reyna að skilja þettta.

Einar Örn Einarsson, 1.10.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er ekki endilega merki um heilabilun þótt þú sért hætt að skilja

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 1.10.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband