Ekki vorkenni ég því fólki

Sem hefur átt hlutabréf fyrir tugi milljóna í Glitni, fékk það ekki hlutabréfin á betri kjörum en gengur og gerist?  Venjulegir launþegar hafa ekki þennan kaupmátt, að geta lagt milljónir í áhættusöm hlutabréfaviðskipti.  Við sem ekki nutum góðærisins, borgum núna brúsann.  Við erum í næstum sömu sporum, nema það að allt hefur hækkað, maturinn, rekstrarvörur heimilanna, og afborganir húsnæðislána. 
mbl.is Milljóna tap starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég átti smáræði sem ég hafði ekki viljað selja vegna þess að það hafði lækkað niður fyrir nafnverð. Ég kíkti á það áðan og það hefur lækkað um 8000. Ég sé á því að eitthvað hafa þeir misst sem áttu meira en ég. (mitt var um 52000)

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég þekki konu sem keypti í Glitni til að eiga til elliáranna....

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Ragnheiður

Nákvæmlega Hólmdís, ég átti helling í Glitni og öðru en var sem betur fer búin að selja það áður en allt hrundi, nema þennan litla hluta sem ég geymdi. Ég ætlaði að hafa þetta sem lífeyri

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við launþegarnir höfum ábyggilega ekki tapað tugum milljóna, ekki höfum við fjármagn til þess að láta í hlutabréfakaup sem eru alltaf áhættufé.  Og að hafa öll eggin í sömu körfu er ekki skynsamlegt, ég hef aldrei keypt mér hlutabréf.  Og þakka ég fyrir það í dag.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband