Starfsdagur kennara á morgun

Og ég get sofið út, en sú sæla.  En á föstudaginn á ég að mæta í foreldraviðtöl í skólum barnanna minna, annað viðtalið er klukkan 8.40 í Valhúsaskóla og það seinna í Mýrarhúsaskóla klukkan 9.00.  Vonandi gengur allt vel í viðtalinu í Mýrarhúsaskóla, þar sem örverpið sækir skóla. 

 En ég veit ekki hvort ég fari í viðtalið með stráknum mínum í Valhúsaskóla.  Hann hefur ekki mætt í skólann undanfarnar 3 vikur.  Allt virðist vera að fara í sama farið, hann fæst varla út úr húsi.  Hann er kominn með nýja innlagnarbeiðni á Buglið.  Ég er orðin frekar svartsýn á það að ég geti komið honum í viðtalið, og án stráksins fer ég ekki í viðtal.  Ég er orðin frekar þreytt á því hversu erfitt er að koma stráknum á fætur á morgnana, mig langar helst til þess að sleppa því alveg.  Shocking  Ein í klemmu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það er örugglega ekkert grín að vera með veik börn.

Þegar hann fer á BUGL, hvað er hann góður lengi eftir að hann kemur þaðan ?? Er það bara misjafnt ?? Ég er stolt af ykkukr mæðrum sem að eigið veik börn, ég er ekkert viss um að ég myndi ráða við það.

Annars fór ég einmitt með minn strák í viðtal á þriðjudag og það gekk vel.

Hafðu það gott mín kæra.

Linda litla, 2.10.2008 kl. 07:42

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æi.........vonandi fær hann hjálp sem fyrst.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Vonandi kemstu með hann á BUGLIÐ sem fyrst. Mörg mikilmennin eiga sögu eins og hann, að eiga erfitt á þessum aldri. Gangi þér sem allra best með hann og auðvitað hin líka

Einar Örn Einarsson, 2.10.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband