Fyrir 29 árum

Um þetta leiti nætur var ég að hugsa um að hringja á sjúkrabíl, en ég var ekki alveg viss.  Enda var ég bara 19 ára og gengin 2 vikur framyfir með frumburðinn.  Ég fékk svona verk og verk, engin regla og engir svakalegir verkir.  Ég var róleg heima í nokkra klukkutíma.  Svo kom að því í morgunsárið að ég missti vatnið og hringt var á sjúkrabíl verkir voru orðnir nokkuð reglulegir og ég orðin stressuð.  Þegar ég var komin upp á fæðingardeild, datt allt í dúnalogn.  Verkirnir hættu og ég fór að sofa.  Svo stuttu seinna kom að því að ég var sett í gang.  Við tóku harðir verkir fram eftir degi og uppúr hádegi voru þeir orðnir viðþolslausir.  Ég var orðin frekar þreytt, hafði ekki sofið nema nokkrar mínútur hér og þar. Svo um 3 e.h.  var orðið ljóst að frumburðurinn myndi ekki fæðast án hjálpar, kallað var í lækna og komið var með sogklukku inn á fæðingarstofuna.  Ég var orðin þreytt og þvæld, þá spurði læknir mig hvort nemar mættu fylgjast með fæðingunni, ég ligeglad af glaðlofti sagði já.  Kærastinn, og tilvonandi eiginmaður minn var rekinn út úr fæðingarstofunni og fólk byrjaði að streyma að.  Ég held að það hafi verið yfir 20 manns viðstaddir þegar dóttir mín skaust í heiminn klukkan rúmlega 15.30 þann 14.10.79.  Ég man ennþá þegar einn læknir var með sogklukkuna og annar ýtti á magann á mér í hríðunum.  Og ég man eftir blóðslettum á loftinu í fæðingarstofunni.  Frumburðurinn var fæddur, hún var stór og myndarleg.  4060gr. og 54 cm.  Litla ég var frekar þreytt eftir þessa erfiðu fæðingu, en fór samt fljótt á fætur.  Og fór að heimsækja ömmu mína og nöfnu sem lá á kvennadeildinni á neðri hæðinni, það leið næstum yfir mig í lyftunni á leiðinni.  En ömmu mína heimsótti ég og svo var farið að skoða barnið.  Barnið var falleg stúlka, sem var eins og draumur, fyrir utan smá magakrampa í nokkrar vikur.  Síðan þá hefur hún verið alveg æðisleg, og er í dag stoð og stytta mín.  Ein stolt móðir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  til lukku

Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 02:16

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 02:17

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir Hólmdís. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 02:18

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Haha svo er smá minninga af fæðingardeildinni og mér.  Ég fór á sýnikennslu hvernig ætti að baða ungabarn og leist mér vel á aðfarirnar.  Svo er ég að fara og ljósmóðirin segir við mig ætlarðu ekki að taka barnið með þér?  Ég horfði á sýnikennsluna án þess að fatta að barnið mitt var til sýnis     Enn þann dag í dag er ég með móral yfir því að hafa ekki þekkt barnið mitt, en mín afsökun er að ég var ung og þreytt, og mér fannst öll ungabörn vera eins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 02:46

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

-a   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 02:54

6 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með Frumburðin Falleg stelpa knús til ykkar

Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros og til lukku með Stelpuna þina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:31

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

He he - ertu ekki fegin að þessi saga heyrir fortíðinni til .  Veit að þú átt sex svona skemmtilegar sögur en ég bara þrjár - það er alveg nóg:)  Maður er nú samt alltaf stoltur af árangrinum......

Til lukku

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband