18.10.2008 | 01:43
Hvenær hætta bretarnir að ofsækja okkur?
Ég er alveg með það á hreinu að við eigum að slíta stjórnmálasambandi við bretana. Þeir eru ekki vinaþjóð okkar lengur. Þeir virðast nota hvert tækifæri til þess að gera lítið úr okkur Íslendingum. Hvernig er það, eru þeir svona svekktir að hafa látið blekkjast. Er það ekki staðreynd að þeir lögðu sjálfviljugir peninga inn á reikninga sem voru með óraunhæfri ávöxtun? Allir ætluðu að græða, en græðginni fylgir örugglega skömm, það er slæmt að tapa, en fólk verður að vita það að ef eitthvað er of gott til þess að vera satt, er það ekki satt. Svikamyllur og peningaplokk, svo fyrrverandi auðmenn Íslands gætu matað krókinn betur.
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þeir eru ekki búnir að gleyma þeirri niðurlægingu að tapa þorskastríðinu
Hólmdís Hjartardóttir, 18.10.2008 kl. 01:46
Niðurlæginu Freta í þorskastríðinu verður skrifað á spjöld sögunnar sem smámunir miðað við það sem koma skal. Maður er að lesa það að virtir lögmenn í Fretlandi geti ekki annað séð en að Ísland sé í fullum rétti að lögsækja Fretland vegna þeirra aðgerða gagnvart okkur sem var þess valdandi að stærsta fyrirtæki okkar fór í þrot og hvað Fretland er búið að smána okkur á alheimsvísu, og við erum að tala um milljarða tugi punda í skaðabætur.
En til þess að svo fari þarf að skipta um stjórn, það rennur ekki blóðið í Geir H. Haarde og ekki get ég séð að hann sýni vott af þjóðarstolti þegar hann var spurður út í ummælin sem Össur Skarphéðinsson starfandi utanríkisráðherra sagði um að afþakka aðstoð Freta um loftvarnir.
Geir H. Haarde á að vera öskureiður útí Freta og ekki sýna neina miskunn eða linkind gagnvart framkomu Freta í garð Íslands og að lokum, þá er ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að Geir H. Haarde er enginn annar en Georg Bjarnfreðarson sjálfur ! hann tönglast alltaf á þessum orðum "þetta er bara misskilningur" ! hringir þetta einhverjum bjöllum ?
Það er líka gjörsamlega óþolandi hvernig ríkið sólundar peningum út og suður í flottræfilshátt eins og tildæmis öll þessi sendiráð, til hvers öll þessi sendiráð ? ég tók saman smá samanburð miðað við höfðatölu okkar og höfðatölu stærri ríkja og hvað það séu mörg sendiráð á hvern einstakling, mjög sérstakar tölur svo ekki sé meira sagt:
USA er með 166 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 305,429,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 1.839.933 einstaklinga.
Finnland er með 77 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 5,322,588 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 69.124 einstaklinga.
Danmörk er með 80 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 5,475,791 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 68.447 einstaklinga.
Fretland er með 146 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 60,975,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 417.636 einstaklinga.
Ísland er með 17 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda í ársbyrjun 2008 þá erum við 313.376 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 18.433 einstaklinga.
Mér detta orð forsetafrúarinnar strax í hug "Ísland, stórasta land í heimi"
Sævar Einarsson, 18.10.2008 kl. 02:25
Ég vil losna við Geirharð, Davíð, stjórnina alla og alla sem hafa komið að stjórnsýslu undanfarin 20 ár hérna á Íslandi. Svo vil ég láta verðlaunuðu útrásarmennina svara til saka og skila eignum sem þeir hafa sankað að sér undanfarin ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2008 kl. 02:33
Í þeim efnum er ég ósammála (það er að segja með útrásamennina) eins og ég segi hérna
Sævar Einarsson, 18.10.2008 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.