5.11.2008 | 01:37
Ég er í stresskasti!
Ég var í vinnunni minni á barnum í kvöld og við barinn sat viðkunnanlegur maður, hann var útlendingur. Hann talaði góða ensku við einn viðskiptavininn. Svo kom annar viðskiptamaður sem spurði manninn hvaðan hann væri, maðurinn svaraði að hann væri frá Finnlandi. Sá útlenski fékk samstundis að vita það að afgreiðslukonan væri finnskumælandi og spurði finninn mig hvort ég talaði finnsku. Ég varð náttúrulega að segja að ég gæti aðeins tjáð mig á finnsku, svo spjölluðum við saman í nokkrar mínútur á finnsku. Þá sagði finninn við mig, ég er að vinna á mmtv í Finnlandi og kem á morgun og tek viðtal við þig á finnsku fyrir finnska sjónvarpið. Ég sagði náttúrulega strax ég þori því ekki, maðurinn hlustaði ekki á mig og sagðist koma á morgun með myndavélina og taka við mig viðtal.
Ein í stresskasti

Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 01:48
Ragnheiður , 5.11.2008 kl. 08:45
Flott þú getur þetta alveg hlakka til að heyra hvernig gekk
Brynja skordal, 5.11.2008 kl. 13:43
Hahaha... ég er viss um að þú rúllar þessu upp sko! Gangi þér vel Jóna mín og hafðu það ljúft!
Tiger, 5.11.2008 kl. 14:43
Vá, Jóna, you can do it!!! Frábært bara..... ætli við getum séð viðtalið á netinu eða annarsstaðar. Láttu okkur vita, og ekki vera að stressa þig, þú verður góður fulltrúi íslenskrar alþýðu. Ég hef fulla trú á þér. Good luck
Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.