9.11.2008 | 01:28
Bloggvinahittingur, og mótmælafundur, Burt með spillingaröflin!!!
Ég skrapp austur fyrir fjall í dag til þess að hitta hana Tínu, þrír aðrir bloggarar voru mættir í sömu erindagjörðum, Landi, Sollan og Hrönn. Við skruppum í skoðurnarferð í Ölvisholt, til þess að skoða bruggverksmiðjuna ég tók nokkrar myndir þar. http://www.ii2.org/user.php?nick=huxa&s=images Ekki gat ég vistað myndirnar hérna á moggablogginu
Það er ekki í fyrsta skipti sem ómögulegt er að vista myndir hér. Við skemmtum okkur vel, við byrjuðum á því að hittast í herrafataversluninni Blaze sem Tína og eiginmaðurinn (ég man ekki nafnið á honum í augnablikinu) hennar eiga, þar voru mjög smart föt. Svo fórum við í bruggverksmiðjuna og síðast var haldið á Kaffi Krús sem er í næsta húsi við verslunina Blaze. Við fengum okkur öll að borða og drekka þar. Áður en ég fór austur skrapp ég á mótmælafundinn á Austurvelli. Mér fannst flott þegar mótorhjólafólkið var að reykspóla fyrir framan Alþingishúsið, en lyktin var ekki eins flott. Svo fannst mér flott þegar Bónusfánanum var flaggað á Alþingishúsinu. Mér fannst báðar aðgerðirnar mjög táknrænar. Svo er tölvan mín loksins komin í lag, minn fyrrverandi eiginmaður var í heimsókn þegar ég kom heim í kvöld og hjálpaði hann mér með tölvuna. Núna er hún eins og ný!! Ein sem mótmælir, Burt með spillingaröflin
Athugasemdir
PS: ég gleymdi þessu við vorum leyst út með gjöfum í bruggverksmiðjunni, við fengum 6 bjóra með okkur hvert, tvo Skjálfta, tvo Móra og tvo tilraunabjóra sem hafa ekki fengið nafn ennþá er eru bragðbættir með Hvannarót og Mjaðurt. Ég gaf mínum fyrrverandi eiginmanni einn bjór af hverri sort fyrir hjálpina með tölvuna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:36
ég hefði verið til að vera bæði á fundnum og fyrir austan!
Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 01:49
Þetta var bara gaman,takk fyrir kvöldið
Landi, 9.11.2008 kl. 11:58
Hæjjj takk fyrir í gær.Flott að þú minntist á bjórtegundirna......ég veit ekkert hvað er hvað .....en þú...stóru fremstu eru? og hnar ???
Solla Guðjóns, 10.11.2008 kl. 01:02
Móri, kaldi og sá ómerkti líklega Þorrabjórinn þeirra
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.