29.11.2008 | 00:10
Að ganga á undan með góðu fordæmi. Burt með spillingaliðið.
Loksins eru forsvarsmenn banka farnir að taka við sér og segja upp störfum. Ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið. Mér persónulega finnst að allir nýju bankastjórarnir í Nýju gömlu bönkunum ættu að fylgja þessu fordæmi. Svo ætti náttúrulega yfirbankastjórinn DO að segja af sér án tafar. Ég held að ef þetta fólk hefði siðferðiskennd og ábyrgðarkennd værum við Íslendingar ekki í svona miklun vanda í dag. Allir sekir bankamenn og svo allir útrásarbarónarnir vinsamlega fremjið gjörning fyrir okkur skrílinn og sá gjörningur gæti heitið " Fjöldauppsagnir" Annars er allt í góðu
Óskuðu þess að hætta hjá bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt finkulítið skref.........og koma svo. En þeir fá tíma til að "taka til eftir sig"
Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 00:27
Burt með restina líka
Diesel, 29.11.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.