1.12.2008 | 01:24
Er verið að refsa RUV fyrir fréttaflutninginn?
Allavega virðist mér það, fréttastofan verður mest fyrir niðurskurðarhnífnum. Ég var nú smá hneyksluð þegar frétt um lækkun launa Páls Magnússonar var aðeins u.þ.b ein verkamannalaun af þeim 12 verkamannalaunum sem hann þiggur um hver mánaðarmót. Má ekki gera betur og skera laun æðstu stjórnenda um allavega helming? Ekki finnst mér það ósanngjarnt. Hagræðingar ríkisfyrirtækja virðast alltaf lenda á venjulega fólkinu, með venjulegu launin. Þetta lýsir náttúrulega stjórnsýslu þessa lands í hnotskurn.
Ein á verkamannalaunum
Aðför að fréttastofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef eitthvað ætti að styrkja er það einmitt fréttastofan. Hún þarf líka að verða sjálfstæð og ekki undir hælnum á ríkisstjórninni.
Það er varla verið að refsa fréttastofunni fyrir fréttaflutninginn endilega, því hún hefur ekki flutt neikvæðar fréttir af ríkisstjórninni nema þegar hún hefur NEYÐST til.
Ég teysti ekki fréttastofustjóra né stjórninni þar frekar en öðrum sem brugðust upplýsingahlutverki sínu síðustu tvö ár, ef ég á að segja alveg eins og er. Það getur vel verið að það sé af ástæðulausu en ég vil að það verði farið almennilega yfir það. Sé ekki hvað er svona ótrúlega frábært við Pál Magnússon að hann þurfi að vera með milljónalaun.
Rúnar Þór Þórarinsson, 1.12.2008 kl. 01:38
Svo erum við líka að borga af jeppanum hans
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:45
Sæl Jóna mín.
Og sárast af þessu öllu,
er það, að svona yfirmenn eins og Páll Magnússon eru ósnertanlegir algjörlega ósnertanlegir nema ef væri að þeir fremdu mannsmorð þá yrði kannski gripið inn í,... eða ? Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 01:52
Allur fréttaflutningur undanfarin ár hefur verið brenglaður að einhverju leiti. Það er mitt mat svona eftirá. Það virðast ekki vera alvöru rannsóknarfréttamenn hérna á landinu. Kompás gengið hefur reynt að vera það en er samt ekki að virka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:53
þótt laun PM hefðu verið skert um tvenn fréttamannalaun hefði hann samt verið á góðum launum..............hefði ekki veriðbetra að hafa tvo menn áfram í vinnu?
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.