Þarna hefði ég viljað vera.

Ég hef misst af öllum borgarafundunum vegna þess að ég vinn öll mánudagskvöld.  Það er alveg greinilegt að stjórnvöld, bankastjórnir allra bankanna, fjármálaeftirliðið og verkalýðsforingjarnir trúa og treysta því að fólk sé fífl.  Verðtryggingin mun ekki verða afnumin, verðbætur á laun koma aldrei aftur.  Verkalýðsfélögin munu áfram nota fjármuni lífeyrissjóðanna til þess að leika sér með, og stunda áhættufjárfestingar, eða kannski bara spila póker á netinu Shocking   Ég vona bara að fólk sofni ekki á verðinum og gleymi að mótmæla hvernig svo sem það er gert.  Ekki láta spillingaröflin hafa vinninginn Shocking   Látum yfirvaldið bera ábyrgð á ástandinu í þjóðfélaginu í dag, heimtum afsagnir.   Reynum svo að búa til nýtt Ísland þar sem fólk ber ábyrgð á gerðum sínum.  Ein herská
mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það ætti að sjónvarpa þessum fundum

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 02:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég horfði á borgarafundinn sem sýndur var beint í vinnunni minni, ég hækkaði í sjónvarpinu og allir sátu og hlustuðu.  Það var ágætis fundur fyrir 3 vikum síðan.  Auðvitað á að sýna þá alla beint. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband