Annasöm fríhelgi að baki.

Mikið er ég búin að afreka um þessa helgi.  Á föstudagskvöldið var ég barnapía fyrir yngsta barnabarnið mitt.  Mamma hans fór í afmæli hjá frænku sinni og kom ekki heim fyrr en í morgunsárið.  Á laugardaginn kom litla mamman mín með börnin sín þrjú í heimsókn.  Ég dreif þrjár dætur mínar með mér á þöglu mótmælin fyrir framan Alþingishúsið, eftir mótmælin fórum við og fengum okkur kaffi og vöfflur hjá Vinstri Grænum á Suðurgötunni.  Eftir mótmælafundinn varð að finna eitthvað að borða fyrir allt fólkið.  Minn fyrrverandi var líka í heimsókn, og keypti hann steiktan kjúkling í Nóatúni með frönskum og kóki.  Ég átti Tortillur með öllu meðlæti og var það líka borðað.  Það er ótrúlega mikið sem 12 manns geta borðað mikið.  Svo í gær sunnudag, kom litla mamman mín með bara tvö barnanna sinna.  Ég fór með mínum fyrrverandi í Hagkaup í Skeifunni til þess að hjálpa honum að kaupa jólagjafir fyrir barnabörnin okkar.  Ég keypti eina jólagjöf í leiðinni. 

Svo var farið heim og börnin og barnabörnin skreyttu piparkökur með túbulitum úr Hagkaupum en piparkökurnar voru keyptar í Bónus.  Börnin skemmtu sér vel við skreytingarnar.  Svo í kvöld var ég í vinnunni minni og þar var alveg brjálað að gera.  Það er ekki mikil kreppa á barnum þar sem ég vinn 5 kvöld vikunnar.  W00t Ein sem er þreyttari eftir helgarfríið, en eftir síðustu vinnuvikuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband