17.1.2009 | 00:10
Besti sáttmálinn fyrir okkur væri að boða kosningar
Þjóðin mun halda áfram að mótmæla eins og hún hefur gert undanfarna 3 mánuði, þar til breytingar verða á stjórninni, stjórn Seðlabankans og fjármálaeftirlitinu. Þessi Skúli Helgason er að tala gegn Ingibjörgu sem ætlar að sitja hvað sem dynur á. Er framkvæmdastjórinn að óska eftir breytingum á forystu Samfylkingarinnar? Hann talar allavega þvert á það sem Ingibjörg er að gera í dag.
Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru fleiri farnir að tjá sig hjá Samfó. Las ágæta grein eftir Helga P. í dag.
Kannski eru þeir músagreyin sem leika sér á meðan kisan skrapp frá
Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:51
Það er margt samfylkingarfólk orðið órólegt
Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.